Töframaðurinn sem hætti við að hætta

Hakim Ziyech fagnar marki sínu í gær.
Hakim Ziyech fagnar marki sínu í gær. AFP/Antonin Thuillier

Hakim Ziyech, skærasta stjarna marokkóska landsliðsins í fótbolta, skoraði sitt fyrsta mark á lokamóti HM er hann kom Marokkó yfir gegn Kanada í 2:1-sigri liðsins í gær. Með sigrinum settist Marokkó í toppsæti F-riðils og fékk þar með sæti í 16-liða úrslitum.

Ziyech, sem stuðningsmenn hollenska liðsins Ajax kalla töframanninn, hefur verið í aukahlutverki hjá enska stórliðinu Chelsea undanfarna mánuði og aðeins spilað fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

Hann sló í gegn með Ajax og var í 29. sæti á lista The Guardian yfir bestu knattspyrnumenn heims árið 2019. Átti hann stóran þátt í að Ajax fór alla leið í undan­úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2018/’19. Honum hefur hins vegar gengið illa að vinna sér inn fast sæti hjá Chelsea.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert