Leikirnir á HM voru þeir síðustu

Eden Hazard hefur leikið sinn síðasta landsleik.
Eden Hazard hefur leikið sinn síðasta landsleik. AFP/Fadel Senna

Belgíski knattspyrnumaðurinn Eden Hazard hefur tilkynnt að leikirnir á HM í Katar hafi verið þeir síðustu hjá leikmanninum í landsliðstreyjunni.

Hazard, sem er 31 árs, vill einbeita sér að félagsliði sínu Real Madrid, þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom til félagsins frá Chelsea.

Belgíska liðið olli miklum vonbrigðum á HM og féll úr leik í riðlakeppninni. Hazard, sem var fyrirliði liðsins í Katar, náði sér ekki heldur á strik.

Hazard var í byrjunarliði Belgíu gegn Kanada og Marokkó, en kom inn á sem varamaður á 87. mínútu gegn Króatíu í lokaleik Belga á HM.

Leikmaðurinn lék 126 leiki með belgíska liðinu og skoraði í þeim 33 mörk og lagði upp 36 til viðbótar. Þá var hann fyrirliði landsliðsins 56 sinnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert