Mikið áfall fyrir sænska liðið

Jim Gottfridsson verst Ómari Inga Magnússyni í leik Íslands og …
Jim Gottfridsson verst Ómari Inga Magnússyni í leik Íslands og Svíþjóðar á HM í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sænska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir miklu áfalli í dag er í ljós kom að Jim Gottfridsson, einn allra besti leikmaður liðsins, leikur ekki meira með á HM vegna meiðsla.

Gottfridsson fór snemma af velli í sigri sænska liðsins á því egypska í Stokkhólmi í gærkvöldi. Eftir frekari skoðun er ljóst að leikstjórnandinn er handarbrotinn og verður ekki meira með.

Verður hann frá keppni í allt að tvo og hálfan mánuð og er því ljóst að hann muni einnig missa af leikjum með þýska liðinu Flensburg eftir að heimsmeistaramótinu lýkur.

Svíþjóð vann 26:22-sigur á Egyptalandi í gærkvöldi og mætir Frakklandi í undanúrslitum á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert