Henry Kristófer danskur meistari

Aalborg Pirates fagnar meistaratitlinum.
Aalborg Pirates fagnar meistaratitlinum. Ljósmynd/Þuríður Rafnsdóttir

Henry Kristó­fer Harðar­son varð í gærkvöldi Danmerkurmeistari í íshokkí með liði Aalborg Pirates.

Aalborg Pirates hafði betur gegn Herning Blue Fox, 6:1, í sjötta úrslitaleik liðanna og vann þar með einvígið, 4:2.

Þetta er í fyrsta sinn í 37 ár sem Aalborg Pirates hampar danska meistaratitlinum en fyrr á leiktíðinni vann liðið sigur í dönsku bikarkeppninni.

Henry Kristófer Harðarson.
Henry Kristófer Harðarson. Ljósmynd/Þuríður Rafnsdóttir

Henry Kristófer, sem er 23 ára gamall, var útnefndur maður leiksins en hann er fæddur í Vestmannaeyjum en flutt­ist ung­ur að árum til Kaup­manna­hafn­ar. Hann hefur einnig spilað með dönsku liðunum Rødovre, Odense og Esbjerg. Þegar hann var 18 ára var hann eina leiktíð hjá kanadíska liðinu Regina Pats sem leikur í WHL-deildinni, þeirri næstu fyrir neðan sjálfa NHL-deildina í Norður-Ameríku, en þaðan fór hann til Svíþjóðar og svo aftur til Danmerkur árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert