Petermann fór á kostum gegn Grindavík

Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í dag. Nýliðar Vals gerður sér lítið fyrir og lögðu Grindavík 69:57. Íslandsmeistaralið Hauka átti ekki í vandræðum með Fjölni 91:59.

Molly Petermann skoraði 33 stig fyrir Val en hún var nálægt því að ná þrefaldri tvennu þar sem hún tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Tiffany Roberson skoraði 18 stig og tók 15 fráköst í liði Grindavíkur.

Kiera Hardy náði tvöfaldri tvennu í lið Hauka þar sem hún skoraði 22 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Slavica Dimovska skoraði 29 stig fyrir Fjölni og gaf 9 stoðsendingar.    

mbl.is