Snæfell bikarmeistari í fyrsta sinn

Leikmenn Snæfells fagna bikarmeistaratitlinum.
Leikmenn Snæfells fagna bikarmeistaratitlinum. Árvakur/Friðrik Tryggvason

Snæfell er bikarmeistari karla í körfuknattleik 2008, liðið vann Fjölni 109:86 í úrslitaleik í Laugardalshöll. Snæfell var 48:38 yfir í leikhléi og er þetta í fyrsta sinn sem liðið verður bikarmeistari.

Ítarlega er fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun.

Fylgst var með leiknum beint á mbl.is og lýsingin er hér fyrir neðan.

Sigurður var með 30 stig fyrir Snæfell og Shouse 27 og Subasic 25. Hjá Fjölni var Drejaj með 28 stig og Níels 17.

Snæfell er með góða stöðu fyrir síðasta leikhluta gegn Fjölni því staðan er 77:60 eftir mikla skotsýningu í þriðja leikhluta. Sigurður er með 28 stig og Shouse 25 en hjá Fjölni er Drejaj með 21 stig.

Heldur tókst Fjölni að laga stöðuna áður en flautað var til leikhlés en þá var staðan 48:38. Snæfell komst í 42:26 en náði ekki að fylgja því eftir. Shouse er með 17 stig, gerði þriggja stiga körfu um leið og flautan gall. Drejaj er með 10 stig hjá Fjölni eins og Níels.

Snæfell hefur haft undirtökin í fyrsta leikhluta og er 30:20 yfir eftir fyrsta leikhluta. Sigurður er sjóðheitur með 11 stig og Justsin Shouse 9. Hjá Fjölni er Drejaj með 8 stig.

Lið Fjölnis: Þorsteinn Sverrisson, Níels Dungal, Valur Sigurðsson, Pete Stobl, Anthony Drejaj, Árni Þ. Jónsson, Kristinn Jónasson, Tryggvi Pálsson, Helgi Þorláksson, Sindri Kárason, Sean Knitter, Hjalti Vilhjálmsson.

Lið Snæfells: Hlynur Bæringsson, Ingvaldur Magni Hafsteinsson, Jón Ó. Jónsson, Sveinn Davíðsson, Atli Hreinsson, Gunnlaugur Smárason, Árni Ásgeirsson, Sigurður Þorvaldsson, Justin Shouse, Anders Katholm, Guðni Valentínusson, Slobodan Subasic.

mbl.is

Bloggað um fréttina