Lakers í úrslit eftir stórleik frá Bryant

Kobe Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers.
Kobe Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers. Reuters

Kobe B ryant skoraði 39 stig fyrr Los Angeles Lakeer sem sigraði meistaralið San Antonio Spurs 100:92 í úrslitum Vesturdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Með  sigrinum tryggði Lakers sér sæti í lokaúrslitum deildarinnar en meistaralið Spurs er úr leik. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Lakers leikur til úrslita um titilinn en útlitið var dökkt eftir fyrri hálfleikinn þar sem að Spurs var 20 stigum yfir  að loknum fyrri hálfleik.

„Það er aldrei róleg stund í vinnunni með þessum drengjum,“  sagði Phil Jackson þjálfari Lakers en hann hefur níu sinnum fagnað meistaratitli, sex sinnum með Chicago Bulls og þrívegis með Lakers. Árið 1987 léku Lakers og Boston Celtics síðast í lokaúrslitum en það skýrist í kvöld hvort Boston kemst í úrslit í fyrsta sinn í rúma tvo áratugi en Boston  mætir Detroit Pistons í sjötta sinn í kvöld en staðan er 3:2 fyrir Boston.

„Leikmenn Spurs náðu alltaf að halda okkur niðri í byrjun í öllum leikjunum en við náðum alltaf að koma til baka,“ bætti Bryant við en Lakers tapaði árið 2004 í úrslitum gegn Detroit Pistons.

Draumurinn rættist 

„Draumurinn rættist. Við erum eins og bræður í þessu liði og það er frábært að deila þessum árangri með liðsfélögum mínum,“ sagði Kobe Bryant en hann var valinn besti leikmaður deildarinnar áður en úrslitakeppnin hófst og var það í fyrsta sinn sem hann fékk þá viðurkenningu.  

Tim Duncan skoraði 19 stig og tók að auki 15 fráköst. Duncan náði þrefaldri tvennu þar sem hann gaf einnig 10 stoðsendingar.  

Duncan náði þrefaldri tvennu þar sem hann gaf einnig 10 stoðsendingar.  Spurs hefur fjórum sinnum sigrað í NBA-deildinni frá árinu 1999 og hefur Duncan leikið stórt hlutverk í öll fjögur skiptin. „Við börðumst vel en það komu kaflar í hverjum leik þar sem við náðum ekki að leika eins vel og við getum. Það var munurinn á þessum liðum,“ sagði Duncan.

Jackson hrósaði Kobe 

Jackson hrósaði Kobe Bryant fyrir frábært tímabil en leikmaðurinn óskaði eftir því s.l. sumar að fá að fara frá félaginu. „Kobe gerði út um þessa viðureign. Mér fannst hann hafa leikið of mikið þegar komið var fram í fjórða leikhluta og ég tók því leikhlé til þess að gefa honum hvíld. Það er afrek hjá Kobe að ná að snúa hlutunum sér í hag eftir erfitt sumar. Hann fékk stuðning frá félaginu og leikmönnum og hann gat beint allri sinni orku í að gera þetta lið betra. Þetta er sérstök stund fyrir hann sem leikmann,“ sagði Jackson.

San Antonio: Tony Parker 23, Tim Duncan 19, Michael Finley 13, Brent Barry 11, Kurt Thomas 11, Manu Ginobili 9, Bruce Bowen 4, Fabricio Oberto 2.

Los Angeles: Kobe Bryant 39, Lamar Odom 13, Pau Gasol 12, Sasha Vujacic 9, Jordan Farmar 8, Vladimir Radmanovic 8, Derek Fisher 5, Luke Walton 5, Ronny Turiaf 1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert