LeBron með stórleik fyrir Miami

LeBron James.
LeBron James. Reuters

Miami Heat jafnaði í kvöld metin í 2:2 í einvíginu við Indiana í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik. Miami hrósaði sigri, 103:91.

LeBron James átti stórleik fyrir Miami en hann skoraði 40 stig, tók 18 fráköst og átti 9 stoðsendingar og Dwayne Wade var með 30 stig, tók 9 fráköst og átti 6 stoðsendingar.

Danny Granger var stigahæstur í liði Indiana með 20 stig en liðin mætast í fimmta sinn á þriðjudaginn.

mbl.is