Birgir Örn ráðinn þjálfari KFÍ

Ísfirðingar fá nýjan þjálfara.
Ísfirðingar fá nýjan þjálfara. mbl.is/Árni Sæberg

Birgir Örn Birgisson hefur verið ráðinn þjálfari KFÍ í Dominos-deild karla í körufbolta en hann tekur við starfinu af Pétri Má Sigurðssyni sem hélt liðinu uppi í ár.

Þetta kemur fram á heimasíðu KFÍ en þar segir að Birgir Örn hafi búið um árabil í Þýskalandi og hafi þjálfað þar með góðum árangri.

Birgir er Ísfirðingur og á að baki leiki með meistaraflokki félagsins auk þess sem hann spilaði með Þór og varð tvöfaldur Íslandsmeistari með Keflavík.

„Nú er tímabilið 2013-2014 komið á fullt og verður næsta verk að ganga frá samningum við leikmenn og ríkir mikil bjartsýni í þeirri ferð,“ segir á heimasíðu KFÍ.

Birgir Örn Birgisson.
Birgir Örn Birgisson. Ljósmynd/Heimasíða KFÍ
mbl.is