Tryggvi Snær fór á kostum í sigri Þórs

Tryggvi Snær Hlinason verst hér KR-ingnum Michael Craion.
Tryggvi Snær Hlinason verst hér KR-ingnum Michael Craion. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þór frá Akureyri jafnaði topplið Fjölnis að stigum í 1. deild karla í körfuknattleik í dag eftir öruggan sigur gegn Reyni í Sandgerði, 85:50.

Tryggvi Snær Hlinason fór á kostum í liði Þórs og skoraði 22 stig auk þess sem hann nýtti hæð sína vel og tók átján fráköst. Þá átti hann fimm varin skot fyrir Þór, sem hafði frumkvæðið frá upphafi leiks og skoraði meðal annars þrettán fyrstu stigin. Liðið var svo átján stigum yfir í hálfleik, 46:28.

Hjá Reyni var Rúnar Ágúst Pálsson stigahæstur með 22 stig, en Reynismenn eru enn án stiga á botni deildarinnar. Þórsarar eru hins vegar ásamt Fjölni með sextán stig, tveimur stigum meira en Valur sem er í þriðja sætinu.

Þórsarar sóttu því fjögur stig suður um heiðar um helgina því á föstudagskvöldið sigruðu þeir ÍA á Akranesi, 77:56.

Önnur úrslit um helgina urðu þau að KFÍ vann Ármann á Ísafirði, 85:77, Fjölnir vann Skallagrím í Borgarnesi, 92:72, og Hamar vann Reyni í Sandgerði, 88:65.

Staðan í 1. deild: Fjölnir 16, Þór Ak. 16, Valur 14, Skallagrímur 12, Hamar 10, ÍA 8, Breiðablik 8, KFÍ 4, Ármann 4, Reynir S. 0.

Reynir Sandgerði - Þór Ak. 50:85

Sandgerði, 1. deild karla, 10. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 0:13, 5:15, 11:19, 11:23, 12:28, 18:32, 21:42, 28:46, 33:50, 38:54, 38:61, 38:63, 38:65, 38:71, 47:77, 50:85.

Reynir Sandgerði: Rúnar Ágúst Pálsson 22, Guðmundur Auðun Gunnarsson 10, Atli Karl Sigurbjartsson 9/6 fráköst, Garðar Gíslason 4/4 fráköst, Brynjar Þór Guðnason 3, Kristján Þór Smárason 2/4 fráköst.

Fráköst: 18 í vörn, 4 í sókn.

Þór Ak.: Tryggvi Snær Hlinason 22/18 fráköst/5 varin skot, Ragnar Helgi Friðriksson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Andrew Jay Lehman 11, Einar Ómar Eyjólfsson 8/4 fráköst, Svavar Sigurður Sigurðarson 7/5 fráköst, Sindri Davíðsson 5, Jón Ágúst Eyjólfsson 5, Danero Thomas 4, Sturla Elvarsson 4, Elías Kristjánsson 2, Þröstur Leó Jóhannsson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 9 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert