Pétur Rúnar áfram hjá Stólunum

Pétur Rúnar Birgisson.
Pétur Rúnar Birgisson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Körfuknattleiksmaðurinn Pétur Rúnar Birgisson verður áfram hjá Tindastóli, en hann hefur framlengt samning sinn við Sauðkrækinga. Frá þessu er greint á fréttavefnum Feyki.

Pétur hefur verið leikstjórnandi Tindastóls síðustu ár og var orðrómur um að hann myndi færa sig um set í sumar, en svo verður ekki. Hann lauk stúdentsprófi fyrir ári en ætlar að fresta för sinni í háskóla til þess að vera áfram í heimahögunum.

„Það voru nokkur lið sem höfðu samband en ég ætla að bíða með að fara suður í skóla og þá kom í rauninni bara Tindastóll til greina. Ég held að þetta verði bara flottur vetur, erum sami kjarninn og bætum við okkur tveimur topp leikmönnum, þannig að mér líst bara mjög vel á þetta,“ sagði Pétur Rúnar við Feyki.

mbl.is