„Ég ætla að vera með læti“

Ragnar Nathanaelsson.
Ragnar Nathanaelsson. mbl.is

Eftir eins árs veru í atvinnumennsku á Spáni hefur Ragnar Nathanaelsson ákveðið að snúa aftur heim og mun leika með Njarðvíkingum á komandi leiktíð í Dominos-deildinni í körfuknattleik.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að leika með Njarðvíkingum. Félagið hefur langa og mikla sögu og er eitt af stórveldunum í boltanum. Daníel þjálfari er ungur og efnilegur. Við ræddum vel saman og eins heyrði ég í Loga Gunnarssyni. Eftir þessi samtöl tók ég þessa ákvörðun enda leist mér vel á það sem þeir höfðu að segja,“ sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Ragnar lék síðast hér heima fyrir Þórsara í Þorlákshöfn og skilaði þá um 13 stigum og 12 fráköstum á leik. Í raun einmitt það sem Njarðvíkingar þurfa á að halda en miðherjastaða þeirra hefur verið ansi lágvaxin síðustu tímabil.

„Markmiðið til að byrja með er auðvitað að koma liðinu aftur í úrslitakeppni en svo kannski að finna meiri gleði í spilamennskunni hjá mér fyrst og fremst. Þótt ég komi heim hef ég ekkert gefið atvinnumennskuna á bátinn. Ég ætla að vera með læti og vera partur af því að rífa þennan sögufræga klúbb aftur til fyrra horfs,“ sagði Ragnar ennfremur í samtali við Morgunblaðið, en samningur Ragnars og Njarðvíkur er til tveggja ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert