Ísland leikur um 11. sætið

Emelía Ósk var stigahæst íslenska liðsins í dag.
Emelía Ósk var stigahæst íslenska liðsins í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði gegn Rúmeníu, 56:44, í B-deild Evrópumótsins í Ísrael í dag. Ísland leikur síðasta leik sinn á mótinu á morgun gegn Írum og hafnar sigurliðið í 11. sæti mótsins. 

Emelía Ósk Gunnarsdóttir var stigahæst íslenska liðsins með 12 stig og Thelma Dís Ágústsdóttir var með átta stig. 

mbl.is