Spilar Tryggvi í Meistaradeildinni?

Tryggvi Snær Hlinason á fyrsta degi sem leikmaður Valencia
Tryggvi Snær Hlinason á fyrsta degi sem leikmaður Valencia Valenciabasket.com

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, gæti orðið annar íslenski leikmaðurinn til þess að spila í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld. Tryggvi Snær er í leikmannahópi Valencia sem mætir rússneska liðinu Khimki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í Moskvu

Jón Arnór Stefánsson er eini Íslendingurinn sem leikið hefur í Meistaradeild Evrópu í körfubolta. Jón Arnór lék í Meistaradeildinni annars vegar með ítalska liðinu Lottomatica Roma tímabilin 2006-2007 og 2007-2008 og hins vegar spænska liðinu Unicaja Málaga tímabilið 2014-2015. 

mbl.is