Curry fékk háa sekt

Stephen Curry.
Stephen Curry. AFP

Stórstjarnan Stephen Curry í liði Golden State Warriors var í kvöld sektaður um 50 þúsund dollara, jafnvirði 5,3 milljóna króna.

Curry var óánægður með dóm­ara leiks­ins í leiknum gegn Memp­his Grizzlies um helgina og henti munnstykki í átt að þeim og var rekinn af velli.

Curry slapp hins vegar við leikbann en Golden State sem er ríkjandi meistari hefur farið illa af stað og hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Liðið mætir Dallas í nótt.

mbl.is