Erfitt hjá Valencia í Evrópudeildinni

Tryggvi Þór Hlinason í leik með Valencia.
Tryggvi Þór Hlinason í leik með Valencia. Ljósmynd/Valencia

Spánarmeistarar Valencia róa lífróður í Evrópudeildinni í körfuknattleik en Tryggvi Snær Hlinason var í eldlínunni með liðinu í kvöld.

Valencia tók þá á móti Fenerbahce frá Tyrklandi. Valencia skoraði aðeins 7 stig í fyrsta leikhluta sem setti tóninn fyrir framhaldið, en liðið mátti að lokum sætta sig við 13 stiga tap, 80:67. Tryggvi Snær spilaði í tæpar tvær mínútur í leiknum og tók eitt frákast.

Valencia hafði unnið tvo leiki í röð, en þar áður hafði liðið tapað 10 leikjum í röð. Alls hefur Valencia aðeins unnið fimm leiki en tapað 13 og er meðal neðstu liða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert