Öruggt hjá Snæfelli gegn Stjörnunni

Kristen McCarthy átti flottan leik í dag.
Kristen McCarthy átti flottan leik í dag. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Snæfell vann í dag öruggan 83:64-heimasigur á Stjörnunni í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfell lagði grunninn að sigrinum strax í 1. leikhluta, en staðan að honum loknum var 29:12 og var Stjarnan ekki nálægt því að jafna eftir það.

Kristen Denise McCarthy skoraði 28 stig, tók 16 fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Snæfell og Berglind Gunnarsdóttir bætti við 14 stigum. Danielle Rodriguez átti stórleik hjá Stjörnunni og skoraði 31 stig, tók 19 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. 

Þrátt fyrir tapið er Stjarnan í 4. sæti með 22 stig, en Snæfell fór upp að hlið Skallagríms og Breiðabliks í 5-7. sæti með 16 stig. 

Snæfell - Stjarnan 83:64

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 03. febrúar 2018.

Gangur leiksins:: 7:5, 13:10, 22:12, 29:12, 31:19, 33:22, 39:24, 47:31, 55:34, 57:43, 59:45, 65:50, 71:54, 78:54, 83:60, 83:64.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 28/16 fráköst/8 stoðsendingar/8 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 14/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 10/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9, Sara Diljá Sigurðardóttir 8, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5, Anna Soffía Lárusdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/19 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, Jenný Harðardóttir 8/7 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/11 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Valdís Ósk Óladóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 2/7 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Friðrik Árnason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert