Með báðum liðum sama daginn

Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég bjóst við að spila mun meira með B-liðinu en hef fengið þessi tækifæri með aðalliðinu og bara elska það,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmiðherjinn ungi í körfubolta, um sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður.

Tryggvi er á mála hjá einu af betri liðum Evrópu, Valencia á Spáni, og hefur getað sogið í sig þekkingu frá, æft og spilað með frábærum leikmönnum í allan vetur. Upphaflega stóð til að þessi tvítugi Bárðdælingur, sem byrjaði fyrst að æfa körfubolta fyrir um fjórum árum, myndi aðallega leika með varaliði Spánarmeistaranna en í staðinn hefur hann til að mynda leikið 10 leiki í Euroleague, þar sem sterkustu lið Evrópu mætast.

Tryggvi hefur að meðaltali leikið 7 mínútur í leik í Euroleague, skorað 2,5 stig og tekið 1,5 fráköst. Undanfarið hefur Valencia hins vegar endurheimt leikmenn úr meiðslum og Tryggvi dottið út úr aðalliðshópnum, svo hann hefur leikið með varaliðinu í D-deild í síðustu leikjum þess. Þar fær hann lykilhlutverk og skoraði til að mynda tvöfalda tvennu, 14 stig og 11 fráköst, í sigurleik fyrir rúmri viku.

„Í rauninni átti veturinn allur að vera svona, en svo heppilega fór, fyrir mig, að ég hef verið mun meira í aðalliðinu. Það ætti að minnka eða hætta núna það sem eftir er leiktíðar, myndi maður halda, en það er aldrei að vita,“ segir Tryggvi, og hugsanlegt er að hann verði í hópnum sem mætir Real Madrid í Evrópukeppninni í kvöld.

Sjá allt viðtalið við Tryggva í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert