Borgnesingar komu sér í lykilstöðu

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og lið Skallagríms kom sér í afar …
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og lið Skallagríms kom sér í afar góða stöðu í kvöld. mbl.is/Hari

Barátta Skallagríms og Stjörnunnar um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik ræðst í lokaumferðinni eftir að Skallagrímur vann viðureign liðanna í næstsíðustu umferð Dominos-deildarinnar í kvöld, 89:69.

Stjarnan hefði með sigri tryggt sér fjórða sæti deildarinnar og sætið í úrslitakeppninni, en sigur Skallagríms þýðir það að liðin eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Skallagrímur stendur þar að auki betur að vígi í innbyrðis viðureignum og þarf því ekki að treysta önnur lið í baráttunni. Ef liðin enda jöfn eftir lokaumferðina þá verða það Borgnesingar sem fara í úrslitakeppnina.

Viðureign liðanna í Borgarnesi í kvöld var jöfn og spennandi framan af en þegar á leið seig Skallagrímur fram úr og vann að lokum 89:69. Carmen Tyson-Thomas skoraði 33 stig og tók 15 fráköst fyrir Skallagrím en hjá Stjörnunni skoraði Danielle Rodriguez 32 stig.

Önnur úrslit kvöldsins urðu á þá leið að deildarmeistarar Hauka töpuðu fyrir Keflavík 90:70 Keflavík situr því eitt liða í öðru sætinu því Valur tapaði fyrir Snæfelli 59:58.

Þá vann Njarðvík sinn fyrsta leik í deildinni í vetur þegar liðið heimsótti Breiðablik. Lokatölur urðu 77:59 fyrir Njarðvík þar sem Shalonda Winton skoraði 31 stig og tók 17 fráköst. Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Blika, reif fram skóna og skoraði tvö stig fyrir Blika.

Staðan fyrir lokaumferðina: Haukar 40, Keflavík 38, Valur 36, Skallagrímur 28, Stjarnan 28, Breiðablik 22, Snæfell 22, Njarðvík 2.

Lokaumferðin á laugardag:
Stjarnan – Valur
Haukar – Skallagrímur
Snæfell – Breiðablik
Njarðvík – Keflavík

Keflavík - Haukar 90:70

TM höllin, Úrvalsdeild kvenna, 21. mars 2018.

Gangur leiksins:: 7:5, 12:14, 17:18, 24:18, 28:22, 31:30, 34:34, 41:38, 48:44, 49:46, 53:51, 60:55, 69:56, 77:62, 90:68, 90:70.

Keflavík: Brittanny Dinkins 40/11 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 15, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 7/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 7/6 fráköst/11 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 3, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Embla Kristínardóttir 1.

Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 21/8 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 15/5 fráköst, Whitney Michelle Frazier 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Halldor Geir Jensson.

Valur - Snæfell 58:59

Valshöllin, Úrvalsdeild kvenna, 21. mars 2018.

Gangur leiksins:: 2:2, 4:3, 8:4, 10:9, 15:11, 19:15, 26:23, 33:28, 33:31, 40:31, 47:40, 50:40, 50:42, 52:48, 54:51, 58:59.

Valur: Aalyah Whiteside 20/14 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 15/13 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 13, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5/6 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 3/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 33 í vörn, 12 í sókn.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/14 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Alda Leif Jónsdóttir 11, Berglind Gunnarsdóttir 7, Rebekka Rán Karlsdóttir 7, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2/6 fráköst/3 varin skot, Andrea Bjort Olafsdottir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Aron Runarsson.

Skallagrímur - Stjarnan 89:69

Borgarnes, Úrvalsdeild kvenna, 21. mars 2018.

Gangur leiksins:: 4:4, 9:5, 14:10, 20:19, 30:24, 34:26, 40:33, 45:41, 48:41, 58:47, 66:51, 68:54, 73:57, 78:57, 84:62, 89:69.

Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 33/15 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 8, Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, Guðrún Ósk Ámundadóttir 6/4 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2, Jeanne Lois Figueroa Sicat 2.

Fráköst: 26 í vörn, 15 í sókn.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 32/6 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, María Lind Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Jenný Harðardóttir 9, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 9/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5/6 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2, Linda Marín Kristjánsdóttir 2.

Fráköst: 18 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 250

Breiðablik - Njarðvík 59:77

Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 21. mars 2018.

Gangur leiksins:: 3:2, 5:9, 11:14, 17:21, 22:24, 30:29, 38:33, 42:37, 44:41, 47:47, 49:48, 51:56, 51:58, 51:64, 56:69, 59:77.

Breiðablik: Whitney Kiera Knight 24/5 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 9, Telma Lind Ásgeirsdóttir 9/5 stolnir, Sóllilja Bjarnadóttir 9/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 6/4 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 14 í vörn, 11 í sókn.

Njarðvík: Shalonda R. Winton 31/17 fráköst/6 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 13, Björk Gunnarsdótir 10/5 stoðsendingar, Erna Freydís Traustadóttir 9/5 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 8/9 fráköst, María Jónsdóttir 4/9 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Johann Gudmundsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson, Sveinn Bjornsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert