Foreldar Tryggva verða honum til halds og trausts

Tryggvi Snær Hlinason er skráður til leiks í nýliðavali NBA-deildarinnar …
Tryggvi Snær Hlinason er skráður til leiks í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfuknattleik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á fimmtudag fer fram nýliðaval NBA-deildarinnar í körfuknattleik í Barclays Arena í New York. Tryggvi Hlinason leikmaður íslenska landsliðsins og Valencia á Spáni er í pottinum en alls verða 60 leikmenn valdir af liðunum 30 þetta kvöld.

 Íslenski miðherjinn hefur verið á æfingum hjá nokkrum NBA liðum undanfarið og því hefur verið nóg að gera hjá honum. „Það hefur verið mjög áhugavert og skemmtilegt að heimsækja hin ýmsu lið að undanförnu. Á hverjum degi ferðast ég til nýrrar borgar til að sýna NBA þjálfurum hvað í mér býr. Þetta er krefjandi ferli en á sama tíma afar spennandi,“ sagði Tryggvi. „Að vera hluti af þessu ferli sem NBA nýliðavalið er, er öðruvísi en á sama tíma er ég mjög stoltur og hlakka fimmtudagskvöldsins.“

Tryggvi verður í Barclays Arena á fimmtudagskvöld og ef allt gengur að óskum verður hann NBA leikmaður á aðfaranótt föstudags. Foreldrar hans verða honum til stuðnings í New York og einnig þeir Ágúst Guðmundsson og Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfarar hans. Einnig verður Hannes S. Jónsson formaður KKÍ viðstaddur valið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert