Sigurður Gunnar færir sig um set

Sigurður Gunnar Þorsteinsson verður ekki í Grindavík næsta vetur.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson verður ekki í Grindavík næsta vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson verður ekki í herbúðum Grindavíkur á komandi leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is í dag.

Sigurður lék með Grindavík síðasta vetur eftir þrjú ár í atvinnumennsku. Hann varð Íslandsmeistari með Grindavík árin 2012 og 2013 og bikarmeistari árið 2014. Grindavík féll hins vegar úr leik eftir einvígi við Tindastól í átta liða úrslitunum á síðasta tímabili. 

Sigurður, sem á 54 landsleiki að baki, segir óljóst hvar hann mun leika næsta vetur, en hann útilokaði ekki að það gæti verið erlendis en hann lék með Solna í Svíþjóð 2014-15 og með grísku liðunum Doxas og AEL næstu tvö tímabil þar á eftir.

Hann skoraði 12,8 stig, tók 8,8 fráköst og gaf 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í 25 deildarleikjum á síðustu leiktíð. 

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla