Þriðja tapið í röð í Skopje

Ljósmynd/FIBA

Íslenska karla­landsliðið í körfuknatt­leik skipað leik­mönn­um 18 ára og yngri tapaði 90:68-gegn Hollandi í þriðja leik sínum á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í Skopje í Makedón­íu.

Íslensku strákarnir fóru vel af stað og voru yfir í hálfleik, 43:38, en Hollendingarnir réðu svo lögum og lofum eftir hlé. Þeir unnu þriðja leikhlutann með 21 stigi, 29:8, og úr varð brekka sem strákarnir gátu einfaldlega ekki klifið.

Arnór Sveinsson var stigahæstur íslenska liðsins með 21 stig en Sigvaldi Eggertsson og Hilmar Henningsson komu næstir með 17 stig hvor. Arnór var einnig með flest fráköst, fimm talsins, en Sigvaldi flestar stoðsendingar eða þrjár.

Liðið hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum í C-riðli og situr í 5. sæti með þrjú stig en alls eru sex lið í riðlinum. Næsti leikur er gegn Lúxemborg á þriðjudaginn kemur klukkan 19 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert