LeBron aftur til Cleveland?

Lebron James.
Lebron James. AFP

LeBron James, einn besti körfuboltamaður allra tíma, skrifaði á dögunum undir fjögurra ára samning við Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Hann kom til Lakers frá Cleveland, en Cleveland er heimavöllur LeBron, enda fæddist hann skammt frá borginni.  

James gaf það í skyn í viðtali í dag að hann gæti endað ferilinn hjá Cleveland, eftir árin fjögur hjá Lakers. „Ég útiloka ekki neitt, það eru margir kaflar eftir í bókinni hjá mér," sagði James við ESPN. 

„Vonandi get ég setið í Cleveland og séð treyjuna mína fara upp í rjáfur eftir að ferlinum lýkur," bætti James við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert