Kári stigahæstur í fyrsta leik með Barcelona

Kári Jónsson fer vel af stað hjá Barcelona.
Kári Jónsson fer vel af stað hjá Barcelona. Ljósmynd@FCBbasket

Kári Jónsson spilaði sinn fyrsta leik í treyju Barcelona um helgina. Hann lék þá með B-liði félagsins í vináttuleik á móti Recancis Gaudi og byrjaði hann afar vel. Kári skoraði 21 stig og var stigahæstur í sínu liði í 99:84-sigri. 

Hann tók einnig tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 22 mínútum. Kári gekk í raðir Barcelona frá Haukum í sumar og mun hann leika með B-liðinu í næstefstu deild í vetur. 

mbl.is