Finnur njósnaði í Belgíu

Finnur Freyr Stefánsson er aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Finnur Freyr Stefánsson er aðstoðarþjálfari landsliðsins. mbl.is/Eggert

Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í körfuknattleik, var á leik Belgíu og Portúgals í forkeppni EM 2021 í Belgíu í gærkvöldi. Þessi lið eru með Íslandi í riðli í forkeppninni og Finnur var mættur til að taka út lið Portúgals sem Ísland mætir á sunnudag. Belgía sigraði 66:65 og tók þar með forystuna í riðlinum.

Leikið var í milliriðlum í undankeppni HM í gær. Riðill Íslands í keppninni, sem lauk í júní, var greinilega sterkur því liðin þrjú sem komust áfram úr þeim riðli unnu öll sterkar þjóðir í gær. Búlgarar sem unnu Íslendinga tvisvar í spennuleik komu gríðarlega á óvart og skelltu Frökkum 74:68. Finnar unnu Bosníu 85:81 og Tékkar unnu Rússa 80:78 en Ísland vann bæði Finnland og Tékkland á heimavelli en það dugði ekki til. Töpin gegn Búlgaríu reyndust dýr en Búlgaría heldur áfram að koma á óvart.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert