Njarðvík vann Suðurnesjaslaginn

Horft á boltann. Frá viðueign Njarðvíkur og Keflavíkur í kvöld.
Horft á boltann. Frá viðueign Njarðvíkur og Keflavíkur í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvíkingar höfðu sigur gegn erkifjendum sínum í Keflavík í kvöld í 1. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik en leikið var í Ljónagryfjunni. 97:90 varð lokastaða leiksins.

Keflvíkingar leiddu í um 37 mínútur af þeim 40 sem leiknar eru en á lokakaflanum reyndust heimamenn með kraft og taugar í að klára leikinn með sigri. Tvær þriggja stiga körfur frá Loga Gunnarssyni með stuttu millibili seint í leiknum sneru leiknum Njarðvíkingum í vil og þeir fögnuðu sætum sigri gegn grönnum sínum.

Maciek Baginski var stigahæstur Njarðvíkinga með 23 stig en hjá Keflavík var Mike Craion með 24 stig.  

Gangur leiksins: 6:3, 9:17, 15:25, 21:31, 27:34, 31:38, 34:42, 42:45, 44:55, 51:62, 59:65, 65:65, 69:71, 74:78, 84:85, 97:90.

Njarðvík: Maciek Stanislav Baginski 23/8 fráköst, Jeb Ivey 22/4 fráköst/8 stoðsendingar, Julian Rajic 18/7 fráköst, Logi Gunnarsson 15/4 fráköst, Mario Matasovic 9, Kristinn Pálsson 5, Ólafur Helgi Jónsson 5/5 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.

Keflavík: Michael Craion 24/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 17/6 fráköst/11 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 14, Andri Þór Tryggvason 10, Mantas Mockevicius 7, Ágúst Orrason 6, Reggie Dupree 6/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 6.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Njarðvík 97:90 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is