Golden State-gullstuðullinn

Ekki verður einfalt að stöðva meistarana í Golden State Warriors …
Ekki verður einfalt að stöðva meistarana í Golden State Warriors í vetur að mati Gunnars. AFP

Þetta var annasamt sumar í leikmannaskiptum að venju hjá NBA-liðunum, en deildakeppnin hófst í nótt.

Þar var ákvörðun LeBrons James um að rifta samningi sínum við Cleveland Cavaliers og flytja sig hingað vestur til Los Angeles Lakers sem reyndust merkilegustu skiptin. Ekki aðeins vegna stöðu James sem eins af bestu leikmönnum deildarinnar frá upphafi, heldur og hvað áhrif flutningur hans úr austurdeildinni mun hafa á keppnina þar í vetur.

Árlegar vangaveltur um gengi liðanna í NBA-deildinni við upphaf keppnistímabilsins á þessum síðum hafa verið frekar auðveldar undanfarin fjögur ár. Maður einfaldlega veðjaði á Golden State í Vesturdeildinni – þeir hafa verið langbesta liðið og fyllilega staðið undir þeim væntingum – og síðan var spurningin aðeins um í hvaða liði James yrði í austurdeildinni. Hann hefði undanfarin átta ár getað farið til nánast hvaða liðs sem var austanmegin og þá hefði ekki verið annað að gera en sjá það lið sigurstranglegast.

Nú er sú staða breytt með brotthvarfi hans.

Það er óvenjulegt í sögu NBA-deildarinnar að einn leikmaður geti haft eins mikil áhrif á gang mála og James. Vissulega hafa liðsskipti leikmanna fyrr haft áhrif á gang einstakra liða – fyrir því eru fjölmörg dæmi – en að einn leikmaður hafi einangrað vonir liða í heilli deild yfir átta ára tímabil er einsdæmi.

Liðsskipti James voru stærsta fréttin yfir sumartímabilið, en restin af deildinni heldur áfram ótrauð.

Það þarf ekki mikinn sérfræðing til að lesa stöðuna nú í upphafi keppnistímabilsins. Hraðlest Golden State Warriors heldur áfram á góðum dampi með kjarna liðsins óbreyttan. Þar eru leikmenn sem vita hvernig á að vinna og erfitt að sjá þá gefa eftir toppsætið í vesturdeildinni. Austanmegin er þó Boston Celtics risið aftur upp sem toppliðið eftir áralangan undirbúning Dannys Ainges, framkvæmdastjóra Celtics.

Keppnistímabilið í deildinni er hins vegar langt og önnur lið og leikmenn eiga eflaust eftir að setja sitt mark á keppnina.

Grein Gunnars í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert