Fjórði sigur Njarðvíkinga

Marques Oliver sækir að körfu Njarðvíkur gegn Ólafi Helga Jónssyni …
Marques Oliver sækir að körfu Njarðvíkur gegn Ólafi Helga Jónssyni í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Þrátt fyrir ágætisbaráttuanda hjá Haukum og frábæran fyrri hálfleik þá náðu þeir ekki að sækja gull í greipar Njarðvíkinga sem vörðu heimavöll sinn í kvöld og unnu 99:89-sigur í leik liðanna í Dominos-deild karla í körfubolta. 

Það voru gestirnir sem leiddu með 4 stigum í hálfleik, 49:45. Marques Oliver fór á kostum í fyrri hálfleik fyrir Hauka og skoraði 22 stig en átti í villuvandræðum í seinni hálfleik og endaði leik með 29 stig. Hjá Njarðvíkingum svaraði Jeb Ivey ágætlega fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik og setti 32 stig fyrir heimamenn.

Njarðvík hefur þar með unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu en Haukar hafa unnið tvo og tapað þremur.

Njarðvík - Haukar 99:89

Ljónagryfjan, Úrvalsdeild karla, 01. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 5:5, 9:8, 13:18, 17:19, 23:26, 27:36, 36:45, 45:49, 51:53, 59:59, 65:63, 69:72, 75:74, 79:78, 87:82, 99:89.

Njarðvík: Jeb Ivey 32/5 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 20/7 stoðsendingar, Mario Matasovic 15/14 fráköst, Kristinn Pálsson 13/12 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 6/4 fráköst, Logi Gunnarsson 4, Julian Rajic 4/5 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 3, Ólafur Helgi Jónsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 16 í sókn.

Haukar: Marques Oliver 29/14 fráköst/4 varin skot, Kristinn Marinósson 15, Haukur Óskarsson 14/4 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 11, Arnór Bjarki Ívarsson 7, Kristján Leifur Sverrisson 5, Daði Lár Jónsson 4, Hamid Dicko 3, Matic Macek 1.

Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Aron Runarsson.

Áhorfendur: 400

Njarðvík 99:89 Haukar opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert