Denver vann uppgjör toppliðanna

LeBron James sækir að körfu Washington.
LeBron James sækir að körfu Washington. AFP

Denver hafði betur í uppgjöri toppliðanna í Austur- og Vesturdeildinni í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Denver lagði Toronto 95:86 og er liðið í toppsæti Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn frá árinu 1984. Nikola Jokic skoraði 26 stig fyrir Denver og Jamal Murray var með 19 stig og komu 15 þeirra í síðasta leikhlutanum. Kawhi Leonard skoraði 29 stig og tók 14 fráköst í liði Toronto sem er í toppsæti Austurdeildarinnar.

Ben Simmons var með þrefalda tvennu í liði Philadelphia sem bar sigurorð af Cleveland 128:105. Simmons skoraði 22 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Cedi Osman og Jordan Clarkson voru með 18 stig hvor fyrir Cleveland.

John Wall fór mikinn með liði Washington í sigri gegn LA Lakers 128:110. Wall skoraði 40 stig og gaf 14 stoðsendingar í leiknum. LeBron James náði sér ekki á strik í liði Lakers og skoraði aðeins 13 stig en færri stig hefur hann ekki skorað í vetur.

Úrslitin í nótt:

Washington - LA Lakers 128:110
Denver - Toronto 95:86
Dallas - Sacramento 113:120
New Orleans - Miami 96:102
Indiana - New York 110:99
Cleveland - Philadelphia 105:128
Brooklyn - Atlanta 144:127

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert