Martin stigahæstur í Evrópubikarleik

Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Ljósmynd/eurocupbasketball.com

Martin Hermannsson var stigahæstur þýska liðsins Alba Berlín þegar liðið tapaði fyrir serbneska liðinu Partizan Belgrad 78:66, í öðrum leik sínum í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins í körfuknattleik í kvöld.

Martin skoraði 16 stig, tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar en hann lék í tæpar 23 mínútur í leiknum. Alba Berlín vann Mónakó í fyrsta leik sínum í 16-liða úrslitunum þar sem liðunum er skipt upp í fjóra riðla. Mónakó vann Rytas Vilnius í kvöld svo nú eru öll lið riðilsins með einn sigur og eitt tap.

Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í franska liðinu Nanterre unnu öruggan sigur gegn þýska liðinu Bonn í Meistaradeildinni 103:56. Haukur Helgi skoraði 7 stig en hann lék í tæpar 14 mínútur í leiknum.

Nanterre er í 5.sæti í sínum riðli með 15 stig eftir 10 leiki. Tenerife er í toppsætinu með 19 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert