KR nýtti sér klaufaskap Keflvíkinga

KR-ingurinn Kristófer Acox með boltann í kvöld. Gunnar Ólafsson í …
KR-ingurinn Kristófer Acox með boltann í kvöld. Gunnar Ólafsson í Keflavík fylgir honum. mbl.is/Hari

KR vann afar dramatískan sigur gegn Keflavík þegar liðin mættust í 13. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í Vesturbænum í kvöld en leiknum lauk með fjögurra stiga sigri KR, 80:74.

Leikurinn fór rólega af stað og liðin skiptust á að halda forystunni. Sóknarleikur Keflvíkinga gekk illa framan af en hann hrökk í gang um miðjan fyrsta leikhluta. KR-ingar spiluðu hörku vörn og leiddu með tveimur stigum eftir fyrsta fjórðung, 20:18. Liðin skiptust á að halda forystunni í öðrum leikhluta, líkt og í þeim fyrsta, en þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik setti Pavel Ermolinskij niður afar mikilvæga þriggja stiga körfu og staðan 38:35. Vesturbæingar létu kné fylgja kviði og leiddu með sex stigum í hálfleik, 44:38.

Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn betur og og komst einu stigi yfir eftir fimm mínútna leik, 51:50. KR-ingar gáfust ekki upp og tókst að jafna metin og komast yfir og Vesturbæingar leiddu með þremur stigum að loknum þriðja leikhluta, 59:56. Keflvíkingar byrjuðu fjórða leikhluta með miklum krafti og náðu snemma fimm stiga forskoti. Alltaf tókst KR að minnka muninn og þegar tvær mínútur voru til leiksloka leiddi KR með þremur stigum. Það bil tókst Keflavík ekki að brúa og lokatölur því 80:76, KR í vil í hörkuleik.

Julian Boyd var stigahæstur í liði KR með 26 stig, átta fráköst og eina stoðsendingu en Michael Craion skoraði 24 stig í liði Keflavíkur, tók 14 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. KR er komið í fjórða sæti deildarinnar í 18 stig en Keflavík er áfram í fimmta sætinu með 16 stig.

KR 80:76 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert