Gríðarlega sannfærandi sigur toppliðsins

Fjölniskonur eru í toppsætinu.
Fjölniskonur eru í toppsætinu. Ljósmynd/Karfan.is

Topplið Fjölnis vann afar sannfærandi 72:37-sigur á Hamri í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Fjölniskonur náðu forystunni strax í byrjun og bættu í hana örugglega út allan leikinn. Staðan í hálfleik var 40:11. 

Brandi Buie var stigahæst hjá Fjölni með 17 stig og Fanndís María Sverrisdóttir skoraði tíu. Birgit Ósk Snorradóttir skoraði 13 stig fyrir Hamar. Fjölnir er með 16 stig á toppi deildarinnar, fjórum stigum meira en Grindavík og Njarðvík. 

Njarðvík tapaði óvænt fyrir Tindastóli á útivelli, 97:93. Njarðvík var með 16 stiga forskot í hálfleik, 46:30, en Tindastóll náði að tryggja sér sigur í framlengingu en staðan eftir venjulegan leiktíma var 80:80.

Tessondra Williams átti ótrúlegan leik fyrir Tindastól og skoraði 48 stig og tók níu fráköst. Marín Lind Ágústsdóttir bætti við 20 stigum. Kamilla Sól Viktorsdóttir skoraði 25 stig fyrir Njarðvík. Tindastóll er í fimmta sæti með átta stig. 

Fjölnir - Hamar 72:37

Dalhús, 1. deild kvenna, 12. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 5:3, 6:5, 8:5, 18:5, 26:7, 31:11, 38:11, 40:11, 42:12, 53:14, 56:16, 56:22, 60:26, 63:30, 69:35, 72:37.

Fjölnir: Brandi Nicole Buie 17/7 fráköst/5 stolnir, Fanndís María Sverrisdóttir 10/7 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 9, Anna Ingunn Svansdóttir 8, Berglind Karen Ingvarsdottir 5, Erla Sif Kristinsdóttir 5, Margret Osk Einarsdottir 5/6 fráköst, Birta Margrét Zimsen 5, Rakel Linda Þorkelsdóttir 2, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 2/4 fráköst, Anika Linda Hjalmarsdottir 2, Margrét Eiríksdóttir 2.

Fráköst: 34 í vörn, 5 í sókn.

Hamar: Birgit Ósk Snorradóttir 13, Íris Ásgeirsdóttir 7/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 7/6 fráköst, Una Bóel Jónsdóttir 3, Perla María Karlsdóttir 3, Katrín Eik Össurardóttir 2, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 2/11 fráköst.

Fráköst: 19 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Jón Pall Jónsson.

Tindastóll - Njarðvík 97:93

Sauðárkrókur, 1. deild kvenna, 12. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 4:2, 6:5, 8:10, 13:22, 16:28, 18:30, 20:37, 30:46, 39:46, 44:52, 52:56, 56:61, 62:65, 69:69, 73:75, 80:80, 88:85, 97:93.

Tindastóll: Tessondra Williams 48/9 fráköst, Marín Lind Ágústsdóttir 20/6 fráköst/5 stoðsendingar, Eva Rún Dagsdóttir 12/6 fráköst, Rakel Rós Ágústsdóttir 5, Valdís Ósk Óladóttir 5/4 fráköst, Erna Rut Kristjánsdóttir 4/7 fráköst, Karen Lilja Owolabi 3/5 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.

Njarðvík: Kamilla Sól Viktorsdóttir 25/7 fráköst, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 16/10 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 13/4 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 12/9 fráköst/6 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 10/13 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 7, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 6, Þuríður Birna Björnsdóttir 2, Helena Rafnsdóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frímannsson, Hjörleifur Ragnarsson.

Áhorfendur: 150

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert