Craion bestur í febrúarmánuði

Michael Craion
Michael Craion mbl.is/​Hari

Bandaríkjamaðurinn Michael Craion, leikmaður Keflavíkur, var besti leikmaður Dominos-deildar karla í febrúarmánuði að mati Morgunblaðsins. Hann er jafnframt þriðja mánuðinn í röð í fimm manna úrvalsliði blaðsins en þar var hann einnig í desember og janúar.

Craion sýndi mjög jafna og góða frammistöðu með Keflavíkurliðinu í þremur sigurleikjum þess í mánuðinum en liðið náði fullu húsi stiga í febrúar og skoraði yfir 100 stig í öllum leikjunum. Craion var í lykilhlutverki eins og alltaf í vetur, en eins og sjá má hér að ofan er hann næststigahæstur í deildinni, er í fjórða sæti yfir flest fráköst og sjötta sæti í flestum stoðsendingum. Hann lék sérstaklega vel í þriðja leiknum, gegn Skallagrími, en þar skoraði Craion 23 stig, tók 14 fráköst og átti 6 stoðsendingar, sem færði honum 38 framlagsstig.

Craion er 29 ára gamall, 197 cm á hæð, og hefur ýmist leikið sem framherji eða miðherji. Hann lék með Keflavík 2012-14, með KR 2014-16 og var síðan tvö ár í frönsku C-deildinni með Lorient og Saint-Vallier en sneri aftur til Keflavíkur í haust.

Sjá umfjöllun um leikmann febrúarmánaðar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og þar er birt úrvalslið febrúarmánaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert