Tindastóll þriðji eftir stórsigur á Keflavík

Pétur Rúnar Birgisson var í stóru hlutverki hjá Tindastóli í …
Pétur Rúnar Birgisson var í stóru hlutverki hjá Tindastóli í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Tindastóll tryggði sér þriðja sætið í Dominos-deild karla í körfuknattleik með stórsigri á Keflvíkingum, 89:68, í lokaumferð deildarinnar á Sauðárkróki í kvöld.

Liðin voru jöfn að stigum í þriðja og fjórða sætinu og útlit fyrir hörkuleik en Stólarnir stungu hreinlega af í fyrri hálfleiknum og staðan var 53:29 að honum loknum. Í seinni hálfleik juku þeir enn forskotið og stefndu um tíma í fjörutíu stiga sigur. Keflvíkingar löguðu stöðuna verulega undir lokin með því að skora 29 stig gegn 12 í síðasta leikhluta.

Philip Alawoya skoraði 20 stig fyrir Tindastól og Pétur Rúnar Birgisson 18. Michael Craion skoraði 18 stig fyrir Keflavík og Hörður Axel Vilhjálmsson 15.

Tindastólsmenn enduðu með 32 stig, tveimur minna en Stjarnan og Njarðvík sem hafna í tveimur efstu sætunum með 34 stig hvort. Keflavík er með 30 stig eins og KR og liðin mætast í átta liða úrslitunum þar sem Keflavík verður með heimaleikjaréttinn.

Tindastóll mætir hins vegar Þór frá Þorlákshöfn í átta liða úrslitum en Þórsarar, sem höfðu ekki að neinu að keppa, töpuðu fyrir Val á Hlíðarenda, 96:87. Þór endaði með 24 stig í sjötta sætinu.

Ragnar Nathanaelsson skoraði 23 stig fyrir Val og Nicholas Schlitzer 21 en Nikolas Tomsick skoraði 37 stig fyrir Þór og Jaka Brodnik 17.

KR endaði í fimmta sæti þrátt fyrir stórsigur á föllnu liði Breiðabliks í Vesturbænum, 103:68. KR fékk 30 stig, jafnmörg og Keflvíkingar, sem enda í fjórða sætinu á betri útkomu í innbyrðis leikjunum við KR-inga.

Julian  Boyd skoraði 21 stig fyrir KR og Jón Arnór Stefánsson 16 en Snorri Vignisson var atkvæðamestur hjá Blikum með 12 stig.

ÍR vann Grindavík suður með sjó, 85:81, í hreinum úrslitaleik um sjöunda sæti deildarinnar en ÍR fékk þar með 20 stig og Grindavík 18. Það kemur því í hlut ÍR-inga að mæta Njarðvík í átta liða úrslitum en Grindvíkingar eru í áttunda sæti og þurfa að kljást við deildarmeistara Stjörnunnar.

Kevin Capers skoraði 25 stig fyrir ÍR og Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20 en Lewis Clinch gerði 17 stig fyrir Grindavík, Sigtryggur Arnar Björnsson og Ólafur Ólafsson 15 hvor.

Í 8-liða úrslitum mætast því:

Stjarnan - Grindavík
Njarðvík - ÍR
Tindastóll - Þór Þ.
Keflavík - KR

Tindastóll - Keflavík 89:68 

Sauðárkrókur, Úrvalsdeild karla, 14. mars 2019.

Gangur leiksins:: 6:0, 12:4, 22:7, 24:12, 32:15, 39:16, 43:23, 53:27, 58:29, 63:34, 68:39, 77:39, 77:44, 79:50, 83:57, 89:68.

Tindastóll: Philip B. Alawoya 20/11 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 18/5 fráköst, Danero Thomas 13/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 10, Axel Kárason 6/5 fráköst, Dino Butorac 3/4 fráköst, Viðar Ágústsson 2/5 fráköst/5 stolnir, Finnbogi Bjarnason 2, Helgi Rafn Viggósson 2, Hannes Ingi Másson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 15 í sókn.

Keflavík: Michael Craion 18/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Mindaugas Kacinas 13/7 fráköst, Gunnar Ólafsson 8, Ágúst Orrason 7, Reggie Dupree 5, Magnús Már Traustason 2.

Fráköst: 23 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 502

Valur - Þór Þ. 96:87

Origo-höllin Hlíðarenda, Úrvalsdeild karla, 14. mars 2019.

Gangur leiksins:: 7:2, 14:6, 21:10, 26:20, 27:20, 33:29, 42:32, 49:37, 53:45, 63:49, 68:56, 75:63, 81:67, 87:79, 92:83, 96:87.

Valur: Ragnar Agust Nathanaelsson 23/11 fráköst, Nicholas Schlitzer 21/6 fráköst, Dominique Deon Rambo 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Aleks Simeonov 11/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 8, Benedikt Blöndal 7, Illugi Steingrímsson 6, Gunnar Ingi Harðarson 4.

Fráköst: 20 í vörn, 14 í sókn.

Þór Þ.: Nikolas Tomsick 37/6 fráköst/6 stoðsendingar, Jaka Brodnik 17/11 fráköst, Kinu Rochford 11/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11, Ragnar Örn Bragason 7, Emil Karel Einarsson 2/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Aðalsteinn Hrafnkelsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 130

Grindavík - ÍR 81:85

Mustad-höllin, Úrvalsdeild karla, 14. mars 2019.

Gangur leiksins:: 4:6, 7:8, 15:13, 19:19, 25:24, 34:29, 40:33, 49:39, 54:50, 57:57, 60:61, 65:69, 69:74, 74:74, 78:81, 81:85.

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 17, Ólafur Ólafsson 15/12 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 15/10 fráköst/6 stoðsendingar, Jordy Kuiper 14/6 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 8/6 fráköst, Johann Arni Olafsson 5, Jens Valgeir Óskarsson 4, Hilmir Kristjánsson 3.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

ÍR: Kevin Capers 25/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/8 fráköst/3 varin skot, Gerald Robinson 12/5 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hákon Örn Hjálmarsson 10/5 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 6.

Fráköst: 30 í vörn, 1 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson.

KR - Breiðablik 103:68

DHL-höllin, Úrvalsdeild karla, 14. mars 2019.

Gangur leiksins:: 4:5, 12:10, 20:15, 27:15, 35:19, 43:23, 46:28, 55:31, 57:35, 65:37, 72:41, 84:47, 92:50, 96:59, 98:62, 103:68.

KR: Julian Boyd 21/10 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 16, Björn Kristjánsson 11, Helgi Már Magnússon 10, Kristófer Acox 9/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 9/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 7, Michele Christopher Di Nunno 5/6 stoðsendingar, Orri Hilmarsson 5, Vilhjálmur Kári Jensson 5, Pavel Ermolinskij 3/7 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Barja 2/4 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 9 í sókn.

Breiðablik: Snorri Vignisson 12/6 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 9, Arnór Hermannsson 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 9, Árni Elmar Hrafnsson 9, Sveinbjörn Jóhannesson 4/10 fráköst, Brynjar Karl Ævarsson 4, Bjarni Geir Gunnarsson 3, Matthías Örn Karelsson 3, Þorsteinn Finnbogason 3, Hafþór Sigurðarson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Sigurbaldur Frímannsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 500

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert