„Miklu betri en við bjuggumst við“

Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. AFP

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, fær mikið lof í ítarlegri grein sem birtist í dagblaði í Charlotte í Norður-Karólínuríki.

Blaðið heitir Charlotte Observer og er dreift á Charlotte-svæðinu en þar er Davidson-skólinn staðsettur sem Jón spilar fyrir í NCAA (bandarísku háskólaíþróttunum). Greinin er væntanlega tilkomin vegna þess að Jón Axel var á dögunum kosinn leikmaður ársins í riðlinum sem Davidson spilar í, Atlantic 10. Er það mikill heiður fyrir Jón og fetaði hann þar í fótspor leikmanna sem átt hafa fínan feril í NBA-deildinni.

Í greininni er Jón Axel kynntur fyrir lesendum blaðsins og tekið fram hversu mikil hefð er fyrir körfubolta í hans fjölskyldu. Kemur þar fram að yngri bróðir Jóns, Ingvi, hafi einnig leikið í háskólaboltanum fyrri hluta tímabilsins. Einnig er minnst á að foreldrarnir Stefanía Jónsdóttir og Guðmundur Bragason hafi bæði átt langan feril í íþróttinni.

Í greininni er rætt við Jón Axel en þar er einnig þjálfari Davidson, Bob McKillop, tekinn tali. Sá er þrautreyndur og hefur stýrt Davidson frá árinu 1989. NBA-stjarnan Stephen Curry sem lék með Davidson hefur farið fögrum orðum um McKillop og nýtur hann virðingar í Bandaríkjunum.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »