Þórsarar tóku við bikarnum á heimavelli

Þórsarar fagna deildarmeistaratitlinum í kvöld.
Þórsarar fagna deildarmeistaratitlinum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Deildarkeppni 1. deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Deildarmeistarar Þórs frá Akureyri fögnuðu sigri sínum í deildinni með 89:81-sigri á Vestra á heimavelli. Þór hafnaði með 34 stig, fjórum stigum meira en Fjölnir og Hamar, sem enduðu í þriðja og fjórða sæti. 

Larry Thomas skoraði 29 stig og tók 12 fráköst fyrir Þór í kvöld og Kristján Pétur Andrésson skoraði 23 stig. Jure Gunjina skoraði 30 stig fyrir Vestra og tók 10 fráköst. 

Fjölnir mætir Vestra í undanúrslitum umspilsins um seinna sætið í efstu deild og Hamar og Höttur mætast í hinu einvíginu. Þórsarar fara beint upp, sem sigurvegarar deildarinnar. 

Hamar vann öruggan sigur á Fjölni á heimavelli sínum í Hveragerði, 112:80. Florijan Jovanov skoraði 28 stig fyrir Hamar á meðan Róbert Sigurðsson skoraði 18 stig fyrir Fjölni. 

Höttur hitaði upp fyrir úrslitakeppnina með sannfærandi 30 stiga sigri á Selfossi á Egilstöðum, 96:66. Eystinn Bjarni Ævarsson skoraði 20 stig fyrir Hött og Marvin Smith gerði 21 stig fyrir Selfoss. 

Höttur - Selfoss 96:66

Brauð og co. höllin Egilsstöðum, 1. deild karla, 15. mars 2019.

Gangur leiksins:: 9:0, 17:2, 17:11, 23:19, 31:23, 34:27, 43:31, 49:35, 57:37, 60:42, 66:48, 72:51, 74:54, 79:56, 89:61, 96:66.

Höttur: Eysteinn Bjarni Ævarsson 20/6 fráköst, André Huges 16/11 fráköst, Charles Clark 15/12 fráköst/5 stolnir, Dino Stipcic 14/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 11, Brynjar Snaer Gretarsson 8, Ásmundur Hrafn Magnússon 4/4 fráköst, Sigmar Hákonarson 4, Andrée Fares Michelsson 2/4 fráköst, Steinar Bragi Jónsson 2.

Fráköst: 36 í vörn, 12 í sókn.

Selfoss: Marvin Smith Jr. 21/10 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 13/6 fráköst, Ari Gylfason 13/5 fráköst, Hlynur Hreinsson 9, Björn Ásgeir Ásgeirsson 5, Svavar Ingi Stefánsson 5.

Fráköst: 19 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frimannsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

Hamar - Fjölnir 112:80

Hveragerði, 1. deild karla, 15. mars 2019.

Gangur leiksins:: 11:8, 23:13, 30:16, 40:24, 50:32, 60:36, 68:40, 72:44, 74:45, 81:51, 89:62, 94:62, 98:68, 103:71, 108:73, 112:80.

Hamar: Florijan Jovanov 28/4 fráköst, Everage Lee Richardson 20, Julian Rajic 15/8 fráköst/6 stoðsendingar, Dovydas Strasunskas 10, Kristófer Gíslason 9/4 fráköst, Marko Milekic 9/5 fráköst/8 stoðsendingar, Mikael Rúnar Kristjánsson 8/6 stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 6, Kristinn Olafsson 3, Guðbjartur Máni Gíslason 2, Arnar Daðason 2.

Fráköst: 23 í vörn, 13 í sókn.

Fjölnir: Róbert Sigurðsson 18/5 stoðsendingar, Srdan Stojanovic 15/4 fráköst, Andrés Kristleifsson 9, Sigmar Jóhann Bjarnason 8/7 fráköst, Daníel Bjarki Stefánsson 7, Rafn Kristján Kristjánsson 7/5 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 4, Egill Agnar Októsson 3, Davíð Guðmundsson 3, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3, Alexander Þór Hafþórsson 3.

Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Johann Gudmundsson.

Þór Ak. - Vestri 89:81

Höllin Ak, 1. deild karla, 15. mars 2019.

Gangur leiksins:: 4:5, 10:13, 16:15, 23:21, 29:26, 34:32, 41:35, 48:43, 52:53, 57:58, 64:62, 69:70, 76:76, 80:78, 84:78, 89:81.

Þór Ak.: Larry Thomas 29/12 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Kristján Pétur Andrésson 23/7 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 14/8 fráköst, Bjarni Rúnar Lárusson 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Júlíus Orri Ágústsson 5/4 fráköst, Baldur Örn Jóhannesson 4/5 fráköst, Ragnar Ágústsson 3/5 fráköst.

Fráköst: 34 í vörn, 15 í sókn.

Vestri: Jure Gunjina 30/10 fráköst/5 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 17/24 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Snær Bergsteinsson 12/4 fráköst, Gunnlaugur Gunnlaugsson 10, Hilmir Hallgrímsson 7, Guðmundur Auðun Gunnarsson 3/4 fráköst, Egill Fjölnisson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 200

mbl.is