Stjarnan í sterkri stöðu

Bríet Sif Hinriksdóttir var stigahæst hjá Stjörnunni í kvöld.
Bríet Sif Hinriksdóttir var stigahæst hjá Stjörnunni í kvöld. mbl.is/Hari

Stjarnan styrkti stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik með sigri á Haukum í kvöld, 78:59.

Stjarnan náði frumkvæðinu snemma leiks á Ásvöllum í kvöld, en staðan í hálfleik var 45:29 fyrir Garðbæinga. Stjarnan gaf ekkert eftir þetta og landaði að lokum þægilegum sigri 78:59.

Bríet Sif Hinriksdóttir var stigahæst hjá Stjörnunni með 23 stig. Danielle Rodriguez skoraði 16. Hjá Haukum skoruðu Þóra Kristín Jónsdóttir og Rósa Björk Pétursdóttir ellefu stig.

Stjarnan er nú með 34 stig í þriðja sætinu. KR kemur næst með 30 stig og Snæfell er í fimmta sæti með 28 stig, en bæði lið eiga þó leik til góða á Stjörnuna. Fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppnina. Haukar eru í sjötta sætinu og hafa að litlu að keppa.

Haukar - Stjarnan 59:78

Schenker-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 19. mars 2019.

Gangur leiksins:: 0:10, 6:21, 8:26, 15:32, 18:36, 20:40, 24:45, 29:45, 35:50, 37:54, 37:56, 47:60, 50:67, 55:71, 57:73, 57:78.

Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 11/5 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 11/9 fráköst/5 stoðsendingar, Klaziena Guijt 10, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 3/5 fráköst, Magdalena Gísladóttir 2, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn.

Stjarnan: Bríet Sif Hinriksdóttir 23/5 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 16/6 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 16/12 fráköst/13 stoðsendingar, Veronika Dzhikova 10/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 6/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4, Sólrún Sæmundsdóttir 3.

Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 67

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert