Grindavík vann fyrsta leikinn

Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 25 stig fyrir Grindavík í kvöld.
Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 25 stig fyrir Grindavík í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Grindavík hóf úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfuknattleik með góðum heimasigri gegn Þór frá Akureyri í kvöld, 80:66.

Fjögur efstu lið deildarinnar leika til úrslita um eitt sæti í úrvalsdeild og einvígi Fjölnis og Njarðvíkur hefst annað kvöld.

Grindavík stakk af í fyrri hálfleik og var 21 stigi yfir í hálfleik. Norðankonur áttu aldrei möguleika í seinni hálfleiknum.

Grindavík - Þór Akureyri 80:66

Mustad-höllin, 1. deild kvenna, 22. mars 2019.

Gangur leiksins:: 3:3, 11:6, 23:8, 30:14, 32:21, 34:25, 40:25, 52:31, 57:34, 61:36, 67:45, 69:49, 72:56, 76:59, 76:61, 80:66.

Grindavík: Ingibjörg Jakobsdóttir 25/6 stoðsendingar, Hrund Skúladóttir 22/11 fráköst/9 stoðsendingar/8 stolnir, Ólöf Rún Óladóttir 15, Elsa Albertsdóttir 8, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 6, Angela Björg Steingrímsdóttir 2, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 2.

Fráköst: 16 í vörn, 6 í sókn.

Þór Akureyri: Hrefna Ottósdóttir 24/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 19/10 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 13/8 fráköst, Karen Lind Helgadóttir 5/9 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 3/6 fráköst, Særós Gunnlaugsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Aron Rúnarsson, Georgia Olga Kristiansen, Birgir Örn Hjörvarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert