KR sendi Keflavík í sumarfrí

KR sópaði Keflavík í sumarfrí eftir sigur í þriðja ein­víg­is­leik liðanna í átta liða úr­slit­um um Íslands­meist­ara­titil karla í körfuknatt­leik suður með sjó í kvöld, 85:64. KR vann einvígið 3:0 og er komið í undanúrslit.

KR breytti því ekki af vananum og fer í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar án taps líkt og síðustu 10 ár. Í kvöld kláruðu þeir lánlaust lið Keflavíkur í leik sem í raun aldrei náði neinu risi. KR-ingar leiddu með tveimur stigum í hálfleik, 41:39, og komu sterkir til seinni hálfleiks og settu strax tóninn. 

Keflvíkingar börðust vel til síðasta blóðdropa en vantaði nokkuð upp á til að eiga í KR þetta kvöldið. Mike Di Nunno leiddi KR með 24 stig en hjá Keflavík var Michael Craion með 26 stig og í raun sá eini sem spilaði hjá þeim á pari. 

Keflavík - KR 64:85

Blue-höllin, Úrvalsdeild karla, 28. mars 2019.

Gangur leiksins:: 4:8, 6:11, 14:13, 19:18, 24:23, 30:35, 34:37, 39:41, 39:49, 46:55, 46:57, 54:61, 57:67, 62:73, 62:82, 64:85.

Keflavík: Michael Craion 26/11 fráköst/5 stoðsendingar, Mindaugas Kacinas 13/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/5 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 8, Ágúst Orrason 3, Reggie Dupree 3, Magnús Þór Gunnarsson 3.

Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn.

KR: Michele Christopher Di Nunno 24, Julian Boyd 20/13 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/8 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 11/4 fráköst/8 stoðsendingar, Kristófer Acox 8/8 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 8/5 fráköst, Björn Kristjánsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Jóhann Guðmundsson.

Áhorfendur: 513

Keflavík 64:85 KR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert