Skagfirðingar skoða þjálfaramarkaðinn

Israel Martin gerði Tindastól að bikarmeisturum í fyrra.
Israel Martin gerði Tindastól að bikarmeisturum í fyrra. mbl.is/Hari

„Við erum að skoða markaðinn og sjá hvað er í boði,“ sagði Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þegar mbl.is sló á þráðinn til hans í dag. 

Eins og fram hefur komið var ákveðið að slíta samstarfinu við Israel Martin, þjálfara karlaliðs Tindastóls, en hann átti ár eftir af samningi sínum við félagið. 

„Þetta kom tiltölulega hratt upp og við vorum ekki sérstaklega undirbúnir undir það. Þar af leiðandi vorum við ekki farnir að skoða aðra þjálfara,“ sagði Ingólfur en varðandi leikmannamál sagðist hann búast við því að ganga á næstunni frá málum varðandi kjarna heimamanna í leikmannahópnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert