Þrjú lið komust áfram

Damian Lillard skoraði 50 stig fyrir Portland í nótt.
Damian Lillard skoraði 50 stig fyrir Portland í nótt. AFP

Toronto Raptors, Philadelphia 76'ers og Portland komust áfram í 2. umferð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt.

Í Austurdeildinni hafði Toronto betur gegn Orlando 115:95 og vann einvígið 4:1 og Philadelphia skellti Brooklyn Nets 122:100 og vann rimmuna 4:1. Toronto og Philadelphia mætast þar með í 2. umferðinni.

Kawhi Leonard skoraði 27 stig fyrir Toronto, tók sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar og Pascal Siakam skoraði 24 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. D.J. Augustin var stigahæstur í liði Orlando með 15 stig.

Joel Embiid var atkvæðamestur í liði Philadelphia gegn Brooklyn. Hann skoraði 23 stig og tók 13 fráköst og Ben Simmons skoraði 13. Rondae Jaquan Hollis-Jefferson var stigahæstur í liði Brooklyn með 21 stig.

Í Vesturdeildinni vann Portland sigur gegn Oklahoma 118:115 og vann einvígið 4:1. Denver komst í 3:2 gegn SA Spurs með sigri í nótt 108:90.

Damian Lillard var í banastuði í liði Portland en hann skoraði hvorki fleiri né færri en 50 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Lillard tryggði sínum mönnum sigurinn með þriggja stiga körfu á lokasekúndunni Paul George var með 36 stig fyrir Oklahoma og Russell Westbrook var með þrefalda tvennu. Hann skoraði 29 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 14 fráköst.

Jamal Murray skoraði 23 stig fyrir Denver og Will Barton 17 en hjá SA Spurs var LaMarcus Aldridge með 17 stig og tók 10 fráköst.

Úrslitin í nótt:

Austurdeild:

Orlando - Toronto 96:115
(Toronto vann einvígið 4:1)

Brooklyn - Philadelphia 100:122
(Philadelphia vann einvígið 4:1)

Vesturdeild:

SA Spurs - Denver 90:108
(Denver er 3:2 yfir)

Oklahoma - Portland 115:118
(Portland vann einvígið 4:1)

mbl.is