Blæddi inn á vöðva hjá Martin

Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson.

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur misst af síðustu fjórum leikjum þýska körfuboltaliðsins Alba Berlín, sökum meiðsla. Martin meiddist í leik tvö gegn Valencia í úrslitum Evrópubikarsins, en spilaði þrátt fyrir það þriðja og síðasta leikinn 15. apríl. 

Síðan þá hefur Alba leikið fjóra deildarleiki og Martin ekki verið í leikmannahópnum. „Ég fékk tak eftir annan leikinn á móti Valencia og fór svo í myndatöku eftir þriðja leikinn og þá kom í ljós að það hafði blætt inn á vöðvann aftan í vinstra lærinu,“ sagði Martin í samtali við mbl.is í kvöld.

„Ég gæti svo sem alveg verið að spila en þeir vilja hafa mig 100% fyrir úrslitakeppnina. Læknirinn fær að ráða í þessu tilviki. Þeir sögðu að þetta tæki 2-3 vikur og það verða komnar tvær á mánudaginn, bætti Martin við.

Alba Berlín er í þriðja sæti þýsku A-deildarinnar með 44 stig eftir 28 leiki. Sex leikir eru eftir af deildarkeppninni og að henni lokinni tekur við átta liða úrslitakeppni um þýska meistaratitilinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert