Finnsk landsliðskona til Snæfells

Veera Pirttinen.
Veera Pirttinen. Ljósmynd/FIBA

Veera Pirttinen, finnsk landsliðskona í körfuknattleik, hefur samið við Snæfell um að leika með liðinu á næstu leiktíð.

Pirttinen er 22 ára gömul og á níu leiki að baki með finnska landsliðinu. Hún lék með liði ChemCats Chemnitz í þýsku A-deildinni á síðustu leiktíð.

Fram kemur á Facebook-síðu Snæfells að Prittinen sé góð skytta sem geti leyst fleiri en eina stöðu á vellinum.

mbl.is