Feitasti bitinn á leið til Clippers

Kawhi Leonard er að ganga til liðs við Los Angeles …
Kawhi Leonard er að ganga til liðs við Los Angeles Clippers. AFP

Kawhi Leonard, besti leikmaður NBA-úrslitakeppninnar í körfuknattleik, er á leið til Los Angeles Clippers en það er Adrian Wojnarowski, fréttamaður hjá ESPN, sem grenir frá þessu. Leonard varð meistari með Toronto Raptors á síðustu leiktíð en hann var með lausan samning eftir tímabilið.

Hann hefur verið sterklega orðaður við bæði Los Angeles Lakers og Clippers og þá kom einnig til greina að hann myndi semja aftur við Toronto. Hann hefur hins vegar ákveðið að fara til Los Angeles Clipppers þar sem hann mun þéna í kringum 142 milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning.

mbl.is