Horford kominn til Philadelphia

Al Horford er farinn frá Boston Celtics.
Al Horford er farinn frá Boston Celtics. AFP

Miðherjinn Al Horford í NBA-deildinni í körfuknattleik er genginn í raðir Philadelphia 76ers frá liði Boston Celtics.

Horford, sem fimm sinnum hefur verið valinn í stjörnuleik NBA, hefur leikið með Boston frá árinu 2016 en tímabilin níu þar á undan var hann í herbúðum Atlanta Hawks.

Horford, sem er 33 ára gamall og kemur frá Dómínska lýðveldinu, skoraði 13,6 stig, tók 6,7 fráköst og gaf 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leikjum Boston á síðustu leiktíð.

mbl.is