Argentína fyrst í undanúrslit

Argentínumenn eru komnir í undanúrslit.
Argentínumenn eru komnir í undanúrslit. AFP

Argentína er komin í undanúrslit á HM karla í körfubolta í Kína eftir 97:87-sigur á Serbíu í fyrsta leik átta liða úrslitanna í dag. 

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en Argentínumenn tryggðu sér sigurinn með níu stiga sigri í fjórða og síðasta leikhlutanum. 

Luis Scola, leikmaður Toronto Raptors, skoraði 20 stig fyrir Argentínu og Facundo Campazzo hjá Real Madríd skoraði 18 stig og gaf 12 stoðsendingar. Bogdan Bogdanovic, leikmaður Sacramento Kings, var stigahæstur hjá Serbum með 21 stig. 

Argentínumenn mæta sigurvegaranum úr leik Bandaríkjanna og Frakka á morgun. 

mbl.is