„Bosman-leikmaðurinn í Stjörnunni“

MIchael Craion er þekkt stærð í íslenskum körfubolta.
MIchael Craion er þekkt stærð í íslenskum körfubolta. mbl.is/Hari

Þó að það sé auðvitað eðlilegt í okkar litla íþróttasamfélagi þá finnst mér leiðinlegt hve erlendir leikmenn staldra oft stutt við hérna. Þetta er sérstaklega áberandi í körfuboltanum þar sem ný nöfn koma inn á leikmannalistana hjá langflestum liðum á hverju tímabili.

Þetta er í rauninni þannig að áhugamenn eiga í mestu vandræðum með að læra nöfn allra nýju leikmannanna. Þeir eru frekar „Kaninn í Skallagrími“ eða „Bosman-leikmaðurinn í Stjörnunni“, eða eitthvað slíkt, svona sirka fram að jólum og þá er þeim jafnvel skipt út fyrir nýja leikmenn.

Það gerir mikið fyrir mig, og ég held flesta íþróttaunnendur, þegar leikmenn festa sig í sessi í deildunum hér heima. Nöfnin þeirra verða nöfn sem allir þekkja. Það skapar miklu skemmtilegri stemningu í kringum leiki þegar það er einhver saga á bak við einvígi liðanna og fyrri rimmur þeirra leikmanna sem eru í aðalhlutverkunum.

Bakvörð Sindra Sverrissonar má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert