Vorum ekki nægilega góðir

„Það eru alltaf vonbrigði að tapa,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við mbl.is eftir 83:75-tap liðsins gegn Tindastóli í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í annarri umferð deildarinnar í gær.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan jöfn í hálfleik. Tindastóll vann þriðja leikhluta með 12 stigum og lagði þar með grunninn að góðum sigri Sauðkrækinga, þrátt fyrir að Njarðvíkingar hafi verið nálægt því að jafna metin undir lok fjórða leikhluta.

„Við vorum ekki nægilega góðir í dag. Í fyrri hálfleik vorum við veikir á vellinum í tólf til þrettán mínútur en að sama skapi verð ég að hrósa mínu liði að koma til baka og laga stöðuna. Við byrjum seinni hálfleikinn illa og því fór sem fór,“ sagði Einar Árni meðal annars.

Einar Árni Jóhannsson var að vonum svekktur eftir tap sinna …
Einar Árni Jóhannsson var að vonum svekktur eftir tap sinna manna á heimavelli fyrir Tindastóli. mbl.is//Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert