Elvar með tvöfalda tvennu

Elvar Már Friðriksson er að spila vel í Svíþjóð.
Elvar Már Friðriksson er að spila vel í Svíþjóð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elvar Már Fiðriksson og samherjar hans í Borås unnu sterkan 94:79-heimasigur á Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. 

Íslenski landsliðsmaðurinn var sterkur og skoraði 23 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 4 fráköst á tæpum 29 mínútum. 

Elvar hefur verið að spila vel með Borås síðan hann kom til félagsins frá Njarðvík fyrir leiktíðina.

Bakvörðurinn er með tæp 20 stig í leik, 5 fráköst og 8 stoðsendingar. Liðið er í þriðja sæti með sex stig eftir fjóra leiki. 

mbl.is