Já, Clippers gæti unnið

Kawhi Leonard í baráttunni við Danny Green í leik LA …
Kawhi Leonard í baráttunni við Danny Green í leik LA Lakers og LA Clippers í gær en þeir voru eitt sinn liðsfélagar hjá San Antonio Spurs. AFP

Vegna mikilla breytinga á toppliðunum í Vesturdeild NBA í körfubolta er erfitt að gera sér grein fyrir hver útkoman á þeim verður. Los Angeles Clippers er með besta leikmannahópinn og er talið af flestum sérfræðingum og framkvæmdastjórum liðanna líklegast að vinna titilinn. Denver kemur til leiks með óbreyttan og ungan leikmannahóp, og Houston reynir enn eina tilraunina að nappa í titil fyrir James Harden.

Koma Kawhi Leonard og Paul George til Clippers breytti stöðunni hjá liðinu mikið. Clippers var ungt og hungrað lið á síðasta keppnistímabili og koma þessara tveggja stórstjarna virðist á yfirborðinu tilvalin til að vinna titilinn. Liðið mun hins vegar hvíla Leonard í nokkrum leikjum í seinni hluta deildakeppninnar, rétt eins og Toronto gerði með hann á síðasta keppnistímabili, til að hafa hann ferskan í úrslitakeppnina. Þá verður George að jafna sig á uppskurði á báðum öxlum og verður frá keppni í það minnsta fyrsta mánuðinn í deildakeppninni. Þeir Patrick Beverly og Lou Williams munu hins vegar eflaust halda Clippers á floti þær vikur.

Hvað gerir Denver?

Denver var yngsta liðið í úrslitakeppninni á síðasta keppnistímabili og það sást þegar liðið var slegið út af Portland TrailBlazers í átta liða úrslitunum. Nuggets er byggt í kringum miðherjann Nikola Jokic, sem er ótrúlega góður í að senda stoðsendingar. Leikstjórnandinn Jamal Murray er verðandi stórstjarna og Paul Milsap mun halda mannskapnum við efnið með reynslu sinni. Spurningin verður hins vegar enn á ný hvort árangurinn í deildakeppninni verði nóg þegar í seinni umferðir úrslitakeppninnar kemur. Það getur verið að framkvæmdastjóri Nuggets, Tim Connelly, verði neyddur til að skipta tveimur af yngri stjörnum liðsins fyrir toppleikmann eins og Bradley Beale hjá Washington Wizards til að auka möguleikann á titlinum.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert